Opnunartími í maí

Kæru gestir!

Nú bjóðum við upp á daglega opnun hér á Bjarteyjarsandi eftir vetrardvalann. Það er opið hjá okkur milli klukkan 11 og 15 í maí (athugið þó að þetta gildir ekki fyrir hópa. Hér eftir sem hingað til er hægt að panta fyrir hópa í mat og óvissuferðir utan hefðbundins opnunartíma). Heimsókn í fjárhús þarf að panta með fyrirvara, þar sem margir hópar og einstaklingar eiga tíma hjá okkur í fjárhús- og fjöruferð í maí. 

Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar - við hlökkum til að taka á móti ykkur.

Gummi, Adda, Bjartey, Kolla, Sigurjón, Þórdís og Marý