Sauðburði lokið!

Í dag, mánudaginn 8. júní, fæddust 2 síðustu lömbin hjá okkur þetta árið.

Það má með sanni segja að þetta vor hafi verið með eindæmum sérstakt hér hjá okkur á Bjarteyjarsandi. Þeim ríflega 3000 skólabörn, ásamt foreldrum, systkinum, starfsfólki og öðrum áhugasömum sem ætluðu að heimsækja okkur og taka þátt í sauðburði og vorstörfum - var sárt saknað. 

Við þökkum ykkur innilega fyrir að fylgjast með okkur, senda okkur fyrirspurnir og fleira skemmtilegt, það hefur verið ómetanlegt í þessari ,,mannlegu" einveru okkar, en dýrin hafa séð til þess að við höfum í nægu að snúast og erum svo sannarlega ekki einmana :)