Sauðburður langt kominn!

Það skín sól í Hvalfirði núna og lífið leikur við menn og málleysingja! Það hefur verið blautt hjá okkur í vor, eins og hjá höfuðborgarbúum og tíðin hefur sett strik í reikninginn hvað varðar bústörf og sauðburð. En allt hefur samt gengið stóráfallalaust fyrir sig, ríflega 900 lömb fædd og tæplega 4000 gestir hafa heimsótt okkur síðan um miðjan apríl. Nú eru einungis um 30 ær eftir óbornar og nú notum við tækifærið og keyrum lambánum út á tún í sólskinið, blíðuna og græna grasið.