
Veitingar
Veitingastaðurinn Hlaðan er í uppgerðri fjóshlöðu í elsta hluta bæjarhúsanna á Bjarteyjarsandi. Matseðillinn samanstendur af heimafengnu hráefni sem myndar – ásamt umgjörðinni – einstaka matarupplifun.
Það er stefna okkar á Bjarteyjarsandi að framleiða hreina hollustuafurð fyrir neytendur, þar sem virðing er borin fyrir dýrum og umhverfi.

Við höfum opið daglega frá 1. maí til 31. ágúst. Frá 1. september til 30. apríl þarf að bóka með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara.
Athugið að mikil ásókn er í að koma til okkar í maí en þá stendur sauðburður sem hæst og fjöldi skólahópa heimsækir Bjarteyjarsand. Á þeim tíma er nauðsynlegt að bóka heimsókn með góðum fyrirvara.
Matarupplifun á Bjarteyjarsandi
Við bjóðum upp á fastan hópamatseðil, óvissumatseðil kokksins, árstíðabundna matseðla, sérsniðna smakkseðla og sumarmatseðil dagsins.
Hópamatseðill Hlöðunnar
Heimilislegt andrúmsloft – heimafengið hráefni
Birkireyktur bláberjabiti á salatbeði með heimagerðri sultu og brauði
(Verðlaunavara í norrænni matarhandverkskeppni)
Hvítvínssoðinn kræklingur úr Hvalfirði
Heitreyktar handverkspylsur með sinnepi og brauði
Grafið ærfillet með púrtvínssósu og rauðbeðum
Ekta íslensk kjötsúpa
Uppskerusúpa
(Matarmikil grænmetissúpa með heimaræktuðu grænmeti og kryddjurtum)
Grillhlaðborð – beint frá býli
(Lamba- og svínagrillsneiðar, grillpylsur og meðlæti)
Bláberjalambalæri a la Rick Stein með villibráðarsósu, salati og hunangsgljáðum kartöflum
Grillað fjallafillet m/fiturönd, villisveppasósu, grænmetisgratíni og salati
Volg eplakaka með rjóma
Frönsk súkkulaðikaka með rjóma
Heimagerður ís með súkkulaðisósu
Rabarbara- og berjamulningur með ís eða rjóma
Ömmupönnsur með rjóma eða ís
Nýjung!
Óvissumatseðill kokksins – fyrir hópa
Árstíðabundinn fimm rétta matseðill sem endurspeglar sérstöðu hráefnisins á Bjarteyjarsandi og náttúrunnar í kring. Fróðleikur um framleiðsluna, matarhefðir og matarmenningu. Sannkallað matarferðalag fyrir bragðlaukana.
Verð: 7.900 kr.
Þennan matseðil þarf að panta með a.m.k. fimm daga fyrirvara og gera þarf grein fyrir ofnæmi eða óþoli, ef um slíkt er að ræða hjá einhverjum í hópnum.
Allir réttir á matseðli eru unnir á staðnum frá grunni og mikill metnaður lagður í hráefnið og meðhöndlun þess. Verð miðast við að hópurinn sé 15 manns eða fleiri og að allir taki það sama af matseðli. Einnig setjum við saman matseðla í samstarfi við gesti okkar, óskir þeirra og þarfir.
Árstíðabundnir matseðlar og sérsniðnir smakkseðlar
Við bjóðum árstíðabundna matseðla, eins og t.d. jólahlaðborð og þorraveislu. Einnig eru í boði sérsniðnir smakkseðlar fyrir óvissuferðir, saumaklúbba og matgæðinga.
Sumarmatseðill dagsins
Yfir sumartímann er boðið upp á rétt dagsins á veitingastaðnum Hlöðunni á Bjarteyjarsandi. Réttur dagsins er breytilegur en ávallt er unnið með úrvalshráefni frá bænum, kjötmeti jafnt sem brakandi ferskt grænmeti og krydd, beint úr garðinum.

Viltu vita meira?
Viltu vita meira um hópamatseðilinn, óvissumatseðil kokksins, árstíðabundna matseðla, sérsniðna smakkseðla eða sumarmatseðil dagsins? Eða bóka hóp í mat?
Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst eða hringdu í síma 433 8831 / 891 6626.
Sumarmatseðil dagsins má einnig finna á Facebooksíðu Bjarteyjarsands.
BEINT FRÁ BÝLI
Hægt er að versla við bændur á Bjarteyjarsandi allt árið um kring, þótt árstíðabundinn munur sé á vörum og þjónustu. Hér á síðunni er að finna verðlista yfir lambakjöt og vistvænt svínakjöt.
Framleiðslan okkar
Það er stefna okkar á Bjarteyjarsandi að framleiða hreina hollustuafurð fyrir neytendur, þar sem virðing er borin fyrir dýrum og umhverfi. Við viljum að rekstur okkar byggi á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og leggjum áherslu á félagslega velferð og efnahagslegan rekstrargrundvöll án þess að ganga á höfuðstól náttúrunnar.

VILTU VITA MEIRA?
Viltu kaupa kjöt eða leita nánari upplýsinga?
Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst eða hringdu í síma 433 8831 / 891 6626.
Lambakjöt
Á Bjarteyjarsandi er hægt að fá lambakjöt allt árið um kring. Á bænum er lítil sveitaverslun með árstíðabundnum vörum.
Á haustin er hægt að fá lambsskrokka af nýslátruðu í heilum og hálfum skrokkum og ýmislegt fleira. Tekið er tillit til sérþarfa og óska viðskiptavinarins. Einstaka vöruflokkar geta selst upp tímabundið. Framundan er frekari þróun á vinnslu afurða okkar.
Lambakjöt – Verðlisti
Verð pr./kg m. vsk.
Lambsskrokkur
(heill eða hálfur. Snyrtur. Sagaður að ósk kaupanda.)
Lambsskrokkur (heill eða hálfur. Snyrtur. Engin slög eða hæklar. Sagaður að ósk kaupanda.)
Lambalæri, frosið
Bláberjalæri eða lambalæri fjallkóngsins
Úrbeinað lambalæri
Úrbeinað lambalæri, fyllt að hætti húsfreyjunnar
Lærissneiðar
Lambahryggur
Lambakótilettur
Lambafillet, kryddað
Lambalundir
(í grískri marineringu eða bláberjalegnar)
Súpukjöt, blandað
Verð pr./kg m. vsk.
Framhryggjarsneiðar
Helgarsteik
(úrbeinaður bógur, kryddaður)
Lambarif
Lambagúllas
Blandað hakk
(kinda- og lambahakk)
Kofareykt hangikjöt:
Lambahangilæri með beini
Sauðahangilæri með beini
Þurrsaltað og tvíreykt hangilæri (hrákjöt)
Reyktur lambaframpartur á beini (sagaður)
Reyktur, úrbeinaður lambaframpartur (rúlla)
Reyktur lambabógur
Þurrsaltaður, tvíreyktur lambabógur
Kofareykt lambabjúgu
Hvers vegna ættir þú að kaupa lambakjöt frá Bjarteyjarsandi?
- Fullkominn rekjanleiki
- Milliliðalaus viðskipti
- Persónuleg tengsl neytenda og framleiðanda
- Áhersla á góða umhirðu og aðbúnað dýra á bænum
- Unnið eftir umhverfisstefnu
- Sérvalið kjöt
- Sveigjanleiki í viðskiptum – tillit tekið til þarfa kaupandans
- Gæðastýrð framleiðsla
- Opið bú í fullum rekstri með umfangsmikilli fræðslustarfsemi
- Gott og gjöfult beitarland á fjalllendi og heiðum
Vistvænt svínakjöt
Á Bjarteyjarsandi eru yfir sumartímann útigrísir, grísir sem hafa frjálsan aðgang að útisvæði, þar sem eðli þeirra fær að njóta sín. Þeir lifa á fjölbreyttu fóðri, m.a. grænmeti sem til fellur í matjurtagarðinum á bænum. Kjöt af útisvínum er almennt þéttara í sér en gengur og gerist og hreyfing og útivera grísanna hefur áhrif á kjötgæðin. Útiveran kemur þó ekki niður á fallþunga og vöðvafyllingu.
Svínunum er slátrað á haustin og þá er hægt að fá hjá okkur kjöt af útisvínum. Á meðal þess sem við bjóðum er svínahamborgarhryggur, sveitaskinka, lúxusbeikon og hnakkasneiðar, á meðan birgðir endast. Einstaka vöruflokkar geta selst upp tímabundið, enda mikil eftirspurn eftir framleiðslunni. Framundan er frekari þróun á vinnslu afurða okkar.
Vistvænt svínakjöt – Verðlisti
Verð pr./kg m. vsk.
Sveitaskinka
Hamborgarhryggur
Hamborgarsteik
Lúxusbeikon
Grísahnakkasneiðar
Frönsk sveitaskinka (sykursöltuð svínasteik)
Grísalundir
Hvers vegna ættir þú að kaupa svínakjöt frá Bjarteyjarsandi?
-
Fullkominn rekjanleiki
-
Milliliðalaus viðskipti
-
Persónuleg tengsl neytenda og framleiðanda
-
Áhersla á góða umhirðu og aðbúnað dýra á bænum
-
Grísirnir hafa stórt rými inni og ótakmarkaðan aðgang að útisvæði
-
Unnið eftir umhverfisstefnu
-
Sérunnið kjöt af kjötiðnaðarmanni með mikla reynslu af vinnslu svínakjöts
-
Sveigjanleiki í viðskiptum – tillit tekið til þarfa kaupandans
-
Opið bú í fullum rekstri með umfangsmikilli fræðslustarfsemi
Sultur, hlaup og árstíðabundnar vörur
Í versluninni á Bjarteyjarsandi er hægt að kaupa ýmsar árstíðabundnar vörur, t.d. sultur, hlaup, kryddmauk, þurrkaðar kryddjurtir, saltblöndur, saft, salatolíu og ýmislegt fleira góðgæti úr smiðju húsfreyjunnar.
Handverk úr héraði
Í Galleríi Álfhól eru til sýnis og sölu ýmsir munir unnir af fagurkerum í næsta nágrenni við okkur. Meðal efnis sem unnið er með er íslensk ull, tré, gifs, gler og selskinn. Auk þess hefur listakonan Rebekka Gunnarsdóttir málað vatnslitamyndir af nánasta umhverfi okkar hér í Hvalfirði.
Ár hvert er settur upp sérstakur jólamarkaður, sem hefur mælst ákaflega vel fyrir. Þá er galleríið undirlagt af fjölbreyttum vörum, hvort tveggja handverki og matvælum, sem henta vel í persónulega og öðruvísi jólapakka. Í Hlöðunni er svo hægt að fá ekta heitt súkkulaði, kaffi og nýbakaðar smákökur.
Nafnið, Gallerí Álfhóll, var valið með hliðsjón af umhverfi og örnefnum, en Álfhóll stendur skammt norðan við húsin á Bjarteyjarsandi.

Viltu vita meira?
Spurðu okkur, við höfum ánægju af að upplýsa um afurðir okkar og starfsemi.
Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst eða hringdu í síma 433 8831 / 891 6626.